Vandamál með innskráningu
Oft geta komið upp vandamál með skráningu, hvort sem það er Innskráning eða Nýskráning. Hér eru nokkrir punktar til þess að hafa í huga.
- Notaðu ávallt nýjustu útgáfuna af vafra (t.d. Chrome, IE, Edge, Firefox, Opera, Safari).
- Leyfðu kökur/dúsir (cookies) í vafra þínum.
- Ef þú lendir í vandræðum, prófaðu þá að hreinsa flýtiminni (Cache) og kökur (cookies) í vafranum hjá þér.
- Ef þú færð engan staðfestingatölvupóst sendan við Nýskráningu, athugaðu hvort pósturinn hafi lent í ruslpósti eða spampósti í tölvupóstforritinu hjá þér.
- Ef þú ert búinn að gleyma lykilorðinu þínu, prófaðu þá að smella á hnappinn "Innskráning", skrá þar inn netfangið þitt og smella á "Gleymt lykilorð". Við það færð þú nýtt lykilorð sent.
- Ef ekkert af ofangreindu hjálpar þér þá skaltu ekki hika við að senda mér tölvupóst á netfangið magga@enskukennsla.is.
Vefurinn er í stöðugri þróun þannig að ef þú ert með hugmynd um endurbætur eða aðrar ábendingar þá eru þær vel þegnar.