Fyrri mynd
Nćsta mynd
Ok
Velkomin á heimasíđu Enskukennslunnar. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.

Innskráning

 
Gleymt lykilorđ?
enskukennsla.is
Innskráning
Nýskráning

Um okkur

Margrét ReynisdóttirÉg hef margra ára reynslu af enskukennslu og brennandi áhuga. Ég er kennaramenntuð og bjó  7 ár í Bandaríkjunum. Ég hef kennt í Símey á Akureyri, verið með mitt eigið fyrirtæki þar sem ég var með litla hópa og einkatíma. Nú ákvað ég að prófa að vera með þetta allt í boði ásamt heimasíðu. Á þessari síðu er í boði kennsla á netinu í gegnum myndbönd. Þú horfir á þau á þínum hraða eins oft og þú vilt og í þínu umhverfi.

Í framhaldinu ef áhugi er fyrir frekara námi t.d. með tjáningu í einkatímum eða litlum hóp þar sem nemendum er skipt niður eftir getustigum þ.e. þú ert með jafningja þínum sem er jafnvel með sömu líðan og þú feimin að tjá sig á ensku en hefur áhugan og löngunina. Eftir að hafa hitt og kennt svo mörgum konum og körlum ensku í gegnum tíðina er það ótrúlega oft þessi hefting að koma ekki frá sér orðunum,skilja meira en maður getur tjáð sig og þessi feimni við að tala ensku fyrir framan aðra. Þá gefst fólk upp en þannig þarf það ekki að vera.

Er ekki kominn tími á að brjótast fram úr þessu og segja ég get,ætla og langar(skal) ;-) Kíktu á sýnishorn úr kennslumyndböndum á forsíðunni og sjáðu hvort þetta sé eitthvað fyrir þig. Með því að nýskrá þig getur þú svo keypt fleiri  kennslumyndbönd t.d. hvernig ber ég mig að á matsölustað, í fataverslun, að kynna mig, ræða veðrið,segja frá fjölskylduhögum og fl. Öll myndböndin eru gerð af mér eftir reynslu mína sem kennari og hvað það er sem fólk/nemendur eru fyrst og fremst að leita eftir. Eina sem þú þarft er tölva og þá ertu komin á sporið að byrja á þínum hraða og þegar þér hentar. Góða skemmtun!