Fyrri mynd
Nćsta mynd
Ok
Velkomin á heimasíđu Enskukennslunnar. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.

Innskráning

 
Gleymt lykilorđ?
enskukennsla.is
Innskráning
Nýskráning

Skilmálar

Almennt

 1. enskukennsla.is er enskukennsla í gegnum Internetið. Reksturinn er af hálfu Margrétar Reynisdóttur, kennitala er 090672-4449.
 2. Lögð er áherslu á góða og trausta þjónustu. Stuðst er við íslensk lög um réttindi neytenda, persónuvernd og rafræn viðskipti (lög nr. 77/2000, nr. 30/2002 og nr. 48/2003).
 3. Kaupandi telst samþykkja þessa skilmála og hafa lesið þá með því að merkja við „Ég hef lesið og samþykki skilmála“ á heimasíðunni við nýskráningu, kaup á vöru eða þjónustu í gegnum heimasíðuna enskukennsla.is.
 4. Rísi upp ágreiningur þá er hægt að bera bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa hjá Neytendastofu.

Trúnaður

 1. Allar persónulegar upplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og ekki afhentar 3ja aðila.
 2. Greiðslukortaupplýsingar fara ekki í gegnum enskukennsla.is né eru vistaðar þar. Þær fara alfarið í gegnum DalPay með dulkóðuðum hætti.
 3. enskukennsla.is nýtir kökur (e. cookies) sem hýstar eru í vafra notenda.
 4. Öll notkun á enskukennsla.is er skráð í atburðarskrá (e. log). Þær upplýsingar eru til þess að tryggja öryggi notenda og til þess að aðstoða ef til tæknilegra vandamála kemur.

Greiðsla

 1. Greiðsla fyrir námskeið og þjónustu getur farið fram með tvennum hætti:
   
  1. Með greiðslu í gegnum DalPay. DalPay er örugg greiðslugátt fyrir greiðslukort. Aðgangur að námskeiðum á síðunni opnast samstundis. DalPay Retail er endursöluaðili fyrir enskukennsla.is og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +18778657746
  2. Með millifærslu á reikning nr. 0162-26-2124 (kt. 090672-4449). Aðgangur að námskeiðum á síðunni opnast þegar greiðsla hefur verið staðfest. Rafræn millifærsla gildir sem greiðslukvittun.
 2. Greiða þarf fyrir námskeiðin í byrjun, nema um annað hafi verið samið fyrirfram.
 3. Fyrirtæki, félög og aðrir hópar geta gert sérstaka samninga sé þess óskað.
 4. Reikningur fyrir námskeið er sendur á heimilisfang nemandans sé þess óskað eða afhentur í kennslustund.

Afhending

 1. Námskeið hefst um leið og greiðsla (eða samningar um greiðslu) hefur farið fram.
   
  1. Nemandi, eða fulltrúi hans, skráir sig á síðuna.
  2. Viðkomandi skráir sig á námskeið.
  3. Greiðsla innt af hendi (í gegnum DalPay eða með millifærslu).
  4. Námskeið opnast þegar greiðsla hefur verið staðfest. Þegar greitt er í gegnum DalPay opnast fyrir námskeið strax.
 2. Ekki er borin ábyrgð á því ef námsefni verður ekki aðgengilegt vegna tæknilegra vandamála sem gætu komið upp í tengslum við heimasíðuna. Komi slíkt upp þá verður leitast við að koma námsefninu til nemananda með öðrum hætti (t.d. með geisladiski eða öðrum hætti).
 3. Þegar námskeið eru sannarlega afhent (aðgangur verið nýttur til þess að horfa á námskeið) þá telst varan nýtt.
 4. Hægt er að sækja um endurgreiðslu á námskeiði ef útilokað hefur reynst að afhenda námskeiðið með sannarlegum hætti.
 5. Ekki er borin ábyrð á endurgreiðslu ef afhending takmarkast við vankunnáttu, tæknilegra örðuleika eða bilanna í tölvu viðtakanda.
 6. Endurgreiðsla vegna vanefnda á afhendingu mun eiga sér innan tveggja virkra daga, ef um millifærslu er að ræða, frá því að staðfest hefur verið að afhending hefur ekki farið fram af hálfur enskukennsla.is. Ef um greiðslu í gegnum DalPay er að ræða þá fer endurgreiðsla fram í formi bakfærslu í gegnum DalPay.

Höfundaréttur

 1. Öll kennslugögn sem enskukennsla.is býður uppá eru eign Margrétar Reynisdóttur nema annað sé sérstaklega tekið fram. Ekki má selja, dreifa eða fjölfalda það efni, hvort sem það er að hluta til eða í heild.
 2. Í þeim tilfellum þar sem óskað eftir afritun eða notkun á efni skal hafa samband við enskukennsla.is og fá leyfi til slíks. Að öllu jöfnu er slíkt leyfi ekki veitt endurgjaldslaust.

Akureyri 5. apríl 2016
Margrét Reynisdóttir
Kt. 090672-4449